Græðir 2019

Græðir áburður – Verðskrá og nýjungar

 

Áburðarverðskrá Fóðurblöndunnar og samstarfsaðila fyrir árið 2019 er komin út.

Verðskráin er gerð með fyrirvara um breytingar á gengi og að pantað sé fyrir 31.janúar 2019. Verðskrá Græðis áburðar hækkar að meðaltali um 15% á milli ára og er skýringin fyrst og fremst hækkun á áburði á erlendum mörkuðum og gengisbreytingar.

 

Nýr framleiðslustaður fyrir blöndun og sekkjun

Áburðarframleiðslan fyrir Græðir áburð hefur verið flutt til Finnlands. Finnar hafa mjög góða reynslu í meðhöndlun á áburði og hafa í áratugaskeið framleitt hágæðaáburð til bænda. Okkar nýi sekkjunarstaður uppfyllir allar okkar gæðakröfur varðandi framleiðslu og sekkjun á þeim áburði sem Fóðurblandan og samstarfsaðilar munu bjóða uppá.

Nýir og endurbættir stórsekkir

Til að tryggja gæði alla leið til okkar viðskiptavina hafa stórsekkir undir Græði áburð verið endurhannaðir frá grunni. Bæði hafa þeir verið styrktir sérstaklega og útbúnir með góðri lausn á lokun. Nýr framleiðandi á sekkjum er frá Bretlandi og uppfyllir alla gæðastaðla sem þörf er á ásamt því að vera með vottun frá ISO 9001/2000.
 

Nýjar áburðarblöndur                                                                                                                                                                          

Fjölgræðir 6 - NPK áburður með gildunum 20-10-10. Uppfyllir þarfir meðaltúna sem fá að auki góða skammta af magnesíum og selen. Hentar vel þar sem ekki er borinn á búfjáráburður. Einnig góður fyrir grænfóðursrækt, bygg og hafra.

Fjölgræðir 12 - NPK áburður með gildunum 22-8-7. Ætlaður til notkunar einn og sér á tún í góðri rækt. Einnig hentugur með búfjáráburði á efnasnauð tún. Góður á beitartún. Hentugir skammtar af magnesíum og selen. Báðar þessar blöndur innihalda magnesíum með háan vatnsleysanleika.

 

Við hvetjum okkar viðskiptavini að hafa samband hið fyrsta til að tryggja sér góð kjör og réttar tegundir áburðar.

___________________________________________________________________________________________

Vöru og verðskrá Græðir áburðar 2019  má nálgast með því að smella hér.