Heimsókn

Pétur og Ívar starfsmenn Fóðurblöndunnar heimsóttu Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda að Lækjartúni í vikunni sem leið en hún hefur verið í viðskiptum við Fóðurblönduna í áratugi.
Hún hefur núna hætt kúabúskap og fóru kýrnar til nýrra heimkynna í vikunni.


„Móðir mín pantaði fyrsta fóðurskammtinn frá Fóðurblöndunni árið 1961 og ég hef haldið þeim viðskiptum óslitið síðan – til hvers að skipta um fyrirtæki þegar allt gengur svona vel„


Í tilefni þessa færðu strákarnir henni blóm og konfekt frá Fóðurblöndunni og þökkuðu Guðmundu kærlega fyrir viðskiptin á liðnum áratugum.
Hún sagðist nú ekki vera hætt viðskiptum við okkur - ætlaði að skjótast á Selfoss og versla eitthvað þar fyrir kálfana og hænurnar sem hún er með núna.
Guðmunda þakkaði fyrir sig og bar fyrir góðar kveðjur.