Hátæknifjós á Litla-Ármóti

Hjónin á Litla Ármóti í Flóahreppi, þau Ragnar Finnur og Hrafnhildur eru við það að ljúka byggingu á glæsilegu hátæknifjósi. Byggingin er reist af Límtré-Vírnet en allir innviðir byggingarinnar eru frá Fóðurblöndunni. 

 

Mikil hugmyndavinna liggur að baki fjósinu á Litla Ármóti. Fjósið er einfalt í notkun og hannað með skilvirkni og einfaldleika í huga. Framtíðin skiptir miklu máli fyrir bændur og því mikilvægt að hugsa fyrir öllu. 

 

Til viðbótar við glæsilega fjósbyggingu eru þau eru með glænýjan Delaval mjaltaþjón VMS V300, veltanleg brynningatæki, kúabursta ásamt kjarnfóðurbásum með bakporti sem lokar á eftir kúnnum og veitir þeim einstakt næði til að ljúka áti.

 

Auðvitað er þetta bara brotabrot af þeim búnaði sem er til staðar á Litla-Ármóti.

 

Fóðurblandan ásamt ábúendum ætla að vera með opið hús fljótlega í haust þar sem áhugasömum gefst kostur á að sjá fjósið og allt tilheyrandi. Það verður nánar auglýst síðar. 

 

Fóðurblandan vill óska þeim Ragnari og Hrafnhildi innilega til hamingju með nýja fjósið og þökkum ánægjulegt samstarf.

 

Framtíðin er björt hjá þessum duglegu bændum. 

Fyrir áhugasama má lesa viðtal við Ragnar og Hrafnhildi sem Bændablaðið birti nýlega með því að smella hér.