Græðir áburðarrit 2020

Græðir áburður – Verðskrá og nýjungar

 

Áburðarverðskrá Fóðurblöndunnar og samstarfsaðila fyrir árið 2020 er komin út.

VERÐLÆKKUN á öllum árbuðartegundum!

Góð dreifigæði

Vöruskráin Græðir samanstendur af bæði einkorna og fjölkorna áburðartegundum. Fjölkorna tegundirnar eru samsettar úr tveimur eða fleiri einkorna áburðartegundum. Einkornategundirnar og hráefnin í blönduðu tegundunum eru með svipaða kornastærð og jafna eðlisþyngd korna. Það tryggir jafna og góða dreifingu. Uppgefin stærðardreifing korna frá framleiðanda, er að meira en 95 % kornanna eru 1-5 mm sem tryggir enn frekar bestu mögulegu dreifingu.

Hráefnin eru með mikla brothörku og allur sekkjaður Græðis áburður er húðaður með grænmetisolíu. Hvort tveggja minnkar líkur á ryki eða kögglum í áburðinum.

 

Nýjungar og þróun

Græðir vöruskrá er í stöðugri endurskoðun og fylgst er grannt með allri þróun sem á sér stað hjá áburðarframleiðendum.

Lesa og/eða sækja Græðir hér.

Nýjungar - UREA

Urea tegundir Græðis áburðar hlutu góðar unditektir á árinu 2019 og var því ákveðið að bæta við nýrri tegund UREA 46 sem verður til sölu á þessu ári.  Boðið er upp á þrjár UREA tegundir þetta árið með sérstakri húðunartækni, UREA Limus® Pro sem hefur verið þróuð um árabil með góðum árangri. Samkvæmt framleiðanda er ávinningur UREA Limus® Pro verulegur m.a aukin sveigjanleiki í ræktun og meðhöndlun ásamt því að minnka útskolun og uppgufun. Með því að húða urea áburð á réttan hátt, má minnka efnistap til muna og notkun urea áburðar án þess að fella hann niður í jarðveginn, er að aukast í okkar nágrannalöndum. Við bestu aðstæður er hægt að spara í áburðarkaupum með því að nota urea áburð. Urea hefur miklu hærra hlutfall köfnunarefnis en annar köfnunarefnisáburður.

 

Vel heppnuð breyting á umbúðum

Á síðasta ári var ráðist í gagngerar breytingar bæði á ytra og innra byrði stórsekkja Græðis áburðar. Einkenni nýju sekkjana er góður styrkur sem þolir íslenska veðráttu sem jafnframt tryggir þurran og góðan áburð. Sekkirnir uppfylla alla gæðastaðla sem þörf er á ásamt því að vera með vottun frá  SO9001/2000.

 

Að lokum er gott að minna á að í vöruskrá Græðis er boðið upp á kornað kalk sem inniheldur 38 % kalsíum. Ef jarðvegur hefur súrnað meira en gott þykir er stundum nauðsynlegt að gefa kalsíum í stórum skömmtum til þess að laga sýrustig jarðvegsins.

 

Við hvetjum okkar viðskiptavini að hafa samband hið fyrsta til að tryggja sér góð kjör og réttar tegundir áburðar.

FOD-cover-Graedir-820x360.jpg