Bjarna og Kristínu á Selalæk þökkuð viðskipti

Bjarni Jónsson og Kristín Bragadóttir á Selalæk í Rangárvallasýslu hafa rekið myndarlegt kúabú um áratugaskeið. Þau eru að hætta búskap og hafa selt jörðina og allan reksturinn til Þorgeirs Þórðarsonar.

 

Bjarni og Kristín hafa verið dyggir viðskiptavinir Fóðurblöndunnar í áratugi og heilsaði starfsmaður fyrirtækisins upp á hjónin í gær í tilefni af tímamótunum. Fóðurblandan þakkar þeim hjónum fyrir áralöng farsæl viðskipti og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Jafnframt býður Fóðurblandan nýjan bónda á Selalæk, Þorgeir Þórðarson, velkomin í viðkiptavinahóp fyrirtækisins og væntir góðs samstarfs við hann í framtíðinni.