Yfirlýsing vegna COVID-19 veirufaraldurs

Covid-19

Yfirlýsing vegna COVID-19 veirufaraldurs

Í ljósi yfirlýsingar neyðarstigs almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni, vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar,
hófst vinna við að greina mögulegar smitleiðir og innleiða aðgerðir til að lágmarka smithættu starfsmanna. 

Var það gert til að tryggja öryggi starfsmanna og þar með að tryggja rektraröryggi Fóðurblöndunnar eins og frekast er unnt.

Um fjölmargar aðgerðir er að ræða sem taka á móttöku gesta, fundahaldi, ferðalögum og almennri umgengni, hreinlætisráðstöfunum og tryggingu aðfangakeðjunnar.

Við munum fylgjast vel með stöðu mála og uppfæra leiðbeiningar okkar og ráðstafanir eftir þörfum og leiðbeiningum landlæknisembættisins.

Nánari upplýsingar gefur Daði Hafþórsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs,  dadi@fodur.is eða 570-9821.