Sáðvörulistinn 2020 er kominn út

Sáðvörulistinn fyrir árið 2020 er kominn út 🌾

Hjá okkur færð þú þaulreyndar og góðar grasfræblöndur!

Grasfræblöndur Fóðurblöndunnar eru þróaðar í samráði við bændur, ráðunauta og helstu sérfræðinga.

Tekið er mið af hverju landsvæði fyrir sig. Mjög er vandað til samsetningar yrkja sem þurfa að vera í réttu hlutfalli í blöndunum.

Endurræktun túna er mjög mikilvægur þáttur til að skipta um gróður í túninu og breyta vaxtarskilyrðum þannig að túnið skili meira og betra fóðri eftir endurvinnsluna en áður.

Frír flutningur ef pantað er fyrir 1. maí 2020 ef pöntuð eru 300 kg eða meira.

Við erum með gott og öflugt flutningsnet sem flytur allar okkar vörur fljótt og örugglega heim á hlað til þín.

Smelltu hér til að sjá sáðvörulistann