Verslun Fóðurblöndunnar á Hellu hefur verið lokað

Kæru viðskiptavinir.

Verslun Fóðurblöndunnar á Hellu hefur verið lokað.

Í framtíðar skipulagi sem gildir fyrir það svæði þar sem nú er starfrækt verslun Fóðurblöndunnar á Hellu er ekki gert ráð fyrir verslun Fóðurblöndunnar. Sú staðreynd ásamt breyttu rekstrarumhverfi hefur sett okkur í þá stöðu að við neyðumst til að loka verslun okkar á Hellu.

Töluverðar breytingar hafa orðið á verslunarrekstri undanfarin ár með tilkomu netverslana og hefur Fóðurblandan lagt metnað sinn í að taka þátt í þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað. Mikil söluaukning hefur verið undanfarin ár í netverslun okkar, ásamt því sem verslanir okkar á Selfossi og á Hvolsvelli hafa aukið sölu jafnt og þétt á liðnum árum.

Fóðurblandan vill fyrst og fremst þakka öllum þeim dyggu viðskiptavinum sem hafa fylgt okkur á þeim árum sem verslunin hefur verið starfrækt. Við erum ákaflega þakklát okkar starfsfólki sem hefur lagt sig fram við að þjónusta viðskiptavini Fóðurblöndunnar sem best.

Við viljum að sjálfsögðu bjóða alla viðskiptavini bændur og búalið, sumarhúsaeigendur, garðeigendur, pallasmiði, skólafólk, og gæludýraeigendur  hjartanlega velkomna í verslanir Fóðurblöndunnar á Selfossi, Hvolsvölli og eða heimsækja okkur á netið. Í netverslun Fóðurblöndunnar á www.fodur.is getur þú fengið allar okkar vörur sendar beint heim á hlað með fríum flutningi einungis með nokkrum smellum.

Kær kveðja,

Starfsfólk Fóðurblöndunnar