Kynningartilboð á EcoSyl íblöndunarefnum

Kynningartilboð á Ecosyl íblöndunarefni

Fóðurblandan hefur tekið í sölu tvö frábær íblöndunarefni frá EcoSyl. Íblöndunarefnin eru á sérstöku kynningartilboði til 15. apríl.

Ecosyl 100 er íblöndunarefni fyrir gras og smára

Ecosyl 100 inniheldur sérstakan stofn baktería, MTD/1. Þetta er stofn af Lactobacillus plantarum sem er sérstaklega vel til þess fallin að nýta sem íblöndunarefni í gróffóður. 

Ecosyl 100 inniheldur einsleitar bakteríur sem hafa sýnt í rannsóknum að það stuðli að betri verkun í gras og smára fóðri með þurrefnisstig um 30-40%. Það gefur aukin meltanleika og viðheldur næringargildi fóðursins betur en það sem er ómeðhöndlað. Sem fóður gefur það betri fóðurnýtingu og meiri framleiðslu.

Mikil reynsla um víða veröld

MTD/1 er þekkt meðal sérfræðinga um allan heim enda mikil reynsla af notkun þessa stofns við íblöndun í gróffóður og niðurstöður bæði rannsókna og reynsla bænda er skýr.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Ecosyl 100.

Ecocool er íblöndunarefni fyrir gras og heilsæði

Ecocool hentar þar sem hætta er á loftháðri öndun við verkunina, t.d. þar sem þurrefni er í hærra lagi og í heilsæði þar sem erfitt er að þjappa og það myndast loftgöt. Ecocool inniheldur tvær tegundir baktería, annarsvegar Lactobacillus plantarum af stofni MTD/1 sem gefur hraða og skilvirka gerjun og svo Lactobacillus buchneri stofn PJB/1 sem dregur úr hitamyndun og stöðvar óæskilega gerjun í loftgötum. MTD/1 eru einsleitar mjólkursýrugerjandi bakteríur en PJB/1 eru fjölgerjandi bakteríur.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Ecocool.

Hafðu samband við sölumenn í síma 570-9800 til að tryggja þér þessi frábæru íblöndunarefni á góðu verði!