Á Landsmóti hestamanna dagana 1-8. júlí kynntum við nýjar umbúðir af Þokka og Hnokka en hann mun koma í verslanir í nýjum umbúðum í lok ágúst, stútfullur af vítamínum og steinefnum.
Okkur langar að þakka sérstaklega öllum þeim sem kíktu við í básinn okkar, tóku spjallið eða kynntu sér vörurnar sem við höfum uppá að bjóða.
Það var ótrúlega gaman að hitta unga sem aldna og taka þátt í svona stórum viðburði, mikið líf og fjör alla vikuna.
Að endingu þökkum við Vogabæ fyrir ómótstæðilegar ídýfur,Lýsi, Prótís, Foss Distillery fyrir smakkið og MS með Ísey skyrið fyrir einstaka hjálpsemi á mótinu.
Og gaman er að segja frá því að Prótís Liðir mun koma í sölu í verslanir okkar og í vefverslun á næstu dögum.
Hér má sjá myndir frá básnum okkar.

