Það verða tæplega 100 sýnendur og fjöldin allur af alls kyns nýjungum ásamt fyrirlestrum á laugardag og sunnudag.
Fóðurblandan lætur sig ekki vanta og verðum við með bás nr 11 ásamt Bústólpa.
Þar munum við kynna úrval okkar á gæðafóðri sem allt er framleitt á Íslandi ásamt rekstrarvörum.
Svo verðum við með kynningu á nýjum mjaltaþjón, DeLaval VMS™ V300. En gestum gefst tækifæri á að skoða hann í þaula og spyrja sérfræðinga okkar spjörunum úr.
Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. október og er opnunartími eftirfarandi:
Föstudagur: 14:00–19:00
Laugardag:10:00–18:00
Sunnudag: 10:00–17:00.
Miðar gilda alla helgina en miðaverð er kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Hér má sjá hvað er í boði ásamt sýningarskrá sem gefin var út af Bændablaðinu.

