Viðskiptavinurinn

Heyskapur suðurland Þorvaldseyri (3).jpg

 

 

Hjá Fóðurblöndunni er viðskiptavinurinn settur í öndvegi. Öll starfsemi fyrirtækisins miðast við að gera samskipti viðskiptavinarins við Fóðurblöndunna sem ánægjulegust og árangursríkust. Lagt er kapp á að vöruúrval, þjónusta og aðbúnaður séu til þess fallin að þetta markmið náist.

 

Fóðurblandan útvegar, setur upp og þjónustar allar mögulegar lausnir í búrekstrarvörum.  Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu.

 

Fóðurblandan leggur áherslu á að kynna viðskiptavinum rétt þeirra sem neytendur og skilmála fyrirtækisins varðandi vöruskil og vöruskipti.  Árstíðarbundnar vörur eins og áburður og fræ eru forpantaðar í samræmi við fyrirliggjandi pantanir.  Áburður er fluttur á uppskipunarhafnir á svæði viðskiptavinarins, ef viðskiptavinur vill breyta upphaflegri pöntun þá getum við ekki orðið við öllum óskum um tegundir. Af sömu ástæðu er ekki hægt að hætta við pöntun þegar kemur að afhendingu eða eftir afhendingu.

Varðandi fóður þá leyfir gæðakerfi Fóðurblöndunar sem og reglur Matvælastofnunnar ekki vöruskil ef fóður hefur farið heim á bæ / vinnslustöð.

Þá óskar fyrirtækið eftir því að viðskiptavinir láti vita ef þeim finnst eitthvað ábótavant í vöruframboði, þjónustu eða aðbúnaði, en auðvitað er gaman að fá einnig ábendingu um það sem vel er gert.