Vambarbætir

Vörunúmer: 9448

Um vöruna

Sérhannað fyrir íslenskar mjólkurkýr

Lifandi ger með viðbættum steinefnum og vítamínum, til íblöndunar við gróffóður.

Gerið étur upp súrefni í vömbinni og bætir þar með starfsumhverfi vambarörvera. Gerið kemur einnig jafnvægi á sýrustig vambarinnar, sem stuðlar að betri fóðurnýtingu. Steinefna- og vítamínmagn er sérlagað eftir þörfum íslenskra mjólkurkúa, með íslensku kjarnfóðri.

Gerið eykur virkni:

• örvera sem nýta mjólkursýru, svo sýrustig vambarumhverfis hækkar

• trénismeltandi örvera.

Kostir fóðrunar mjólkurkúa með Vambarbæti eru:

• minni líkur á súrri vömb

• bætt vambarstarfsemi

• aukin nyt

• bætt verðefni

• bætt frjósemi

Vambarbætir hentar einnig fyrir nautaeldi og getur:

• aukið át á gróffóðri

• bætt fóðurnýtingu

• aukið vöxt gripanna og þar með fallþungann

Ráðlagður dagskammtur:

100 g/grip á dag

Smelltu hér til að skoða nánari innihaldslýsingu

Verð:
6.889 kr.

Magn:

Setja í körfu