Ryðvörn og tæringarvörn á undirvagna, brettakanta og sílsa. Unnið úr ullarfeiti (e.Lanolin) sem hrindir frábærlega frá sér vatni.
NAS stendur fyrir NonAeroSol eða án úða.
Sama góða efnið og er í spreybrúsanum nema stærri eining.
Fluid film NAS (NonAeroSol) er mest notað sem ryðvörn og tæringarvörn. Með úðakönnu má úða því á einfaldari gerðir undirvagna.