DeLaval VMS™ V300 mjaltaþjónn

DeLaval DelPro™

Háþróaðasta mjólkurkerfið krefst besta stýrikerfisins.

DeLaval InControl™

Með þráðlausri tengingu er upplifun notanda einföld og þægilegt að tengjast kerfinu með snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

DeLaval InSight™

Með samvinnu myndavélar og stýrikerfis færðu skilvirkasta og nákvæmasta mjólkurarminn í dag.

DeLaval ráðgjöf

Við bjóðum upp á ráðgjöf um útfærslu fjósbygginga, ásamt öruggri gangsetningu og þjálfun, þegar að því kemur.

DeLaval InService™

Við bjóðum upp á þjónustu og viðhald á V300 sem er ólík öllu öðru.

DeLaval RePro™

Uppfærðu V300 í V310.
Sjálfvirkt æxlunargreiningarkerfi greinir beiðsli, þögulbeiðsli og fangprófar.

Delaval mjaltaþjónn

DeLavalTMV300 notfærir sér tækninýjungar, sem hafa ekki áður verið til staðar. Þær bjóða upp á möguleika, sem hafa aldrei áður verið í boði í mjólkurframleiðslu.

DeLaval framleiðir hágæða vörur og heildarlausnir til vélvæðingar búfjárræktar.

DeLaval hefur yfir 125 ára reynslu innan landbúnaðargeirans og er leiðandi fyrirtæki um heim allan við framleiðslu á mjaltabúnaði. DeLaval býður að auki upp á ýmsar aðrar tæknilausnir til búfjárræktar. Sýn þeirra byggir á að stuðla að sjálfbærum rekstri, sem hámarkar afköst og fækkar vinnustundum. Þannig má tryggja gæði mjólkur og hag bóndans.

Fóðurblandan hefur verið umboðsaðili DeLaval í rúman áratug og annast sölu og þjónustu ásamt Bústólpa. Allar helstu þjónustu- og rekstrarvörur DeLaval fást í verslunum Fóðurblöndunnar og í vefverslun.

Hér til hliðar má fletta í gegnum bækling sem fer yfir eiginleika og virkni VMS™ V300 mjaltaþjónsins. 

DeLaval VMS-V300
DeLaval Landbrugskatalog 2024

DeLaval rekstrarvörur og vélbúnaður í vefverslun