TP360V haugdæla

TP360V haugdæla

Vörunúmer: TP360V haugdæla

Um vöruna

TP360V haugdæla – fjölhæf,létt og afkastamikil haugdæla sem hentar við flestar aðstæður.

Dælan er fest á beislisarma dráttarvélarinnar og að ofan með yfirtengi (stundum er þörf á vökvayfirtengi)

Dælunni er lyft með vökvatjakk sem er ofan á burðarrammanum og vökvayfirtenginu, engin afstöðubreyting verður á drifskaftinu þegar dælunni er lyft.

Hægt er að breyta afstöðu milli dælunnar og burðarrammanns í þremur þrepum: 75° - 90° og 105°.

DeLaval dælurnar eru þekktar fyrir öfluga hræringu og skurðarbúnað í inntaki dælunnar.

Hræristúturinn er neðanlega á dælunni og hægt er að beina honum upp niður og til beggja hliða. Á stútnum er þrenging til að auka afköst og virkni dælunnar við upphræringu.

Vegna hreifileika og staðsetningar hræristútsins er auðvelt að koma dælunni inn um lítið op.

Vinnusvið:                         90° frá láréttri stöðu að lóðréttri.

Hámarks afköst:              Við upphræringu 10 - 13.000 l/mín. - Við dælingu á dreifara 6 - 7.000 l/mín.

Aflþörf:                               60 hö. (44 kw.) á aflúrtak.

Lengd dælu:                      4,25 m. frá neðri brún á burðarramma að enda  stöðufótar undir dæluhúsi.

Staðalbúnaður:                Hræristútur með stjórn handföngum.

                                               *Stillanlegur vinnupallur á burðarramma.

                                               *Burðarrammi með stöðufótum

                                               *Vökvastrokkur á burðarramma.

                                               *Áfyllirör 4,3 m. með stöðufótum.

                                               *Tvö drifsköft, annað með álagsöryggi.

                                               *Galvanhúðuð dæla.