Fiskafóður

Fóðurblandan framleiðir fiskafóður í 1,6 mm stærðum fyrir seiði og upp í 16 mm fyrir stórfiska meðal annars fyrir bleikju, lax, lúðu, þorsk og fleiri tegundir. Það nýjasta í ferlinum er ísetning lýsis með lofttæmingu. Við það eykst orkuinnihaldið í fóðrinu sem eykur vaxtahraða fisksins. Auk þess sem hægt er að viðhalda vexti í kaldara vatni en ella. Framleiðsla á kögglum sem hafa mun meiri hörku,  er nauðsynleg þegar verið er að dæla fiskafóðri um langan veg í kvíarnar.

Athugið að auk þeirra smásekkja hér fyrir neðan er einnig mögulegt að fá Natur fiskafóðrið í lausu beint í síló eða í 800-1000kg sekkjum.

fiskur.png