Ewos Micro er þanið seiðafóður, framleitt í fjórum stærðarflokkum og inniheldur hver þeirra fóðurkorn af breytilegri stærð. EWOS Micro er ætlað fyrir lax, silung og bleikju frá startfóðrun að 15 g þyngd. Í EWOS Micro eru aðeins notuð úrvals hráefni, sem tryggja bragðgæði og háan meltanleika.EWOS Micro inniheldur hátt hlutfall af vitamínum.
EWOS Micro er framleitt hjá EWOS Ltd. í Skotlandi og Noregi.Afgreitt í 25 kg sekkjum.
Hráefni
Hágæða loðnumjöl, loðnulýsi, hveitiprótein, hveiti, bindiefni, vitamín, steinefni. Auk þess er í 015P , 04P & 1P Karnitín, sem auðveldar nýtingu á amínósýrum og fitu og einnig Boosterfeed sem styrkir ónæmiskerfið.
Fóðurgerð Fiskþyngd lax,bleikja
Nr. 1P 1,0-10,0g
Innihald í %
Hráprótein: 53,0
Hráfita: 19,0
Vatn: 8,0
Trefjar: 1,0
Aska: 10,0
Melt. orka, Mj/kg: 19,1
Heildarorka,Mj/kg: 22,3