Kálfakögglar - 35kg

Vörunúmer: 4004

Um vöruna

Strax 2 vikna á að byrja að gefa kálfinum kálfaköggla og hey. Gefið er mjög lítið í einu og valið smágert og lystugt hey. Mikilvægt er að venja kálfinn sem fyrst á að éta þurrt og hæfilega gróft fóður með mjólkinni, því það flýtir fyrir þroska vambarinnar og styttir þar með nauðsynlegt mjólkurgjafarskeið. Fyrstu vikurnar á að gefa hey og kálfaköggla að vild og því fyrr sem mjólkurgjöf er hætt (4-12 vikna) því meiri kálfaköggla þarf að gefa. Kálfur sem er 3 mánaða og fær hey að vild þarf 1,5-2 kg af kögglum á dag til að ná góðum þroska. Um 4 mán. má skipta yfir í Vöxt.

Sjá fóðurlýsingu hér

Almennt verð (með vsk): 4.534 kr. Verð með vsk:
4.534 kr.

Magn:

Setja í körfu