Fóðurblandan býður nú upp á heildstæða fóðurlínu fyrir svín, allt frá fæðingu grísa og fram að slátrun. Fóðurþarfir svína eru mjög mismunandi eftir aldri og þunga. Því eru fóðurtegundir okkar sérhannaðar með þarfir gripanna í huga á hverjum tímapunkti fyrir sig. Magn próteins, orku, mjólkursykurs, steinefna og vítamína er sérlagað að hverju aldursskeiði. Við framleiðum einnig sérfóður fyrir mjólkurgyltur og geldgyltur.
Fóðrið er selt í 35 kg smásekkjum, 1.000 kg stórsekkjum eða í lausu með fóðurbílum.
Upplýsingar um fóðurlínuna má nálgast hér
