Bygg

Bygg er upprétt einær eða vetrareinær korntegund og er annað hvort með tveggja- eða sexraða ax sem fer eftir fjölda lóðréttra raða af kynþroska smáöxum.

Bygg til þroska er best að rækta í móajarðvegi eða í sendinni jörð sem hægt er að vinna snemma vors. Bygg til þroska eða heilsæðis á að sá eins snemma vors og mögulegt er (lok apríl eða byrjun maí)