Gæði og góð ending er lýsandi fyrir þessa hnífa sem notaðir eru af atvinnumönnum um heim allan.
Stálið í blaðinu er hitameðhöndlað og kælt niður á sérstakan hátt til að ná fram bestu gæðum í stálinu og sem lengstum líftíma.
Handfangið er úr plasti og er sett á heitt og mótað svo það losnar síður.
Það er vörn á því sem er sett á í framleiðsluferlinu og heldur frá bakteríum og sveppum sem geta myndast. En auðvitað skal alltaf þvo hnífana vel.